Við hróflum ekki við klukkunni

Ég hef aldrei upplifað þessa hröðu birtuaukningu eins og nú. Trekk í trekk finnst mér ég hafa sofið yfir mig þegar ég vakna. Svei mér ef mér finnst ekki að við ættum bara að gera eins og hinar þjóðirnar, færa klukkuna til, plata tímann.

Tölvan mín sýndi það sjálfstæði um síðustu helgi.

Þá væri ég allt annars staðar stödd núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Ólafsson

Einu skiptin sem ég hef verið sammála Vilhjálmi Egilssyni er þegar hann hefur bent réttilega á að færa klukkuna til eins og aðrir Evrópubúar. Fá að njóta birtunnar lengur yfir hásumarið.

Hver er annars þessi brennivínsberserkur og alnafni minn sem þú skartar þarna á myndinni?

Steingrímur Ólafsson, 14.3.2007 kl. 13:33

2 identicon

Er ekki ráð að stilla klukkuna á rétt tímazone?
kk Erla Englendingur

Erla (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég man, ég man, ég man allt í einu þegar ég var í útlandi um svona helgi þegar klukkunni var breytt og hótelstarfsfólkið hafði EKKI HUGMYND um það. Við næstum misstum af einhverri ferð daginn eftir af því að það var einhvern veginn mjög lítil meðvitund um þessar hrókeringar. Held að mér finnst bara betra að skáka til vinnutíma fólks þar sem það er hægt.

Berglind Steinsdóttir, 15.3.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband