Ég heiti Auðbjörn, er tvítugur töffari - mjór, mjórmjór eða mjórmjórmjór?

Einhverra hluta vegna datt þetta lag í kollinn á mér á Legi Hugleiks Dagssonar í kvöld. Ekki svo að skilja að maður detti 20 ár til baka, þvert á móti er manni fleygt til þess tíma þegar búið er að byggja tívólí við Kárahnjúka og útlenskur auðhringur búinn að sölsa allt Ísland undir sig. Nei, Auðbjörn er gamla útgáfan af nýju staðalmyndinni sem stóð á fjölunum í kvöld, útlitið fyrir mestu og um að gera að pissa í skóna sína fyrir skammvinnan vermi. Vel gert, sannarlega, og tæknimöguleikar í leikmynd og búningum ævintýranlega vel nýttir.

Það var gaman.

En þar sem ég er ekki lengur menntskæla, enginn sérstakur áhugamaður um tónlist eða dansa hafði ég óneitanlega mest gaman af umhverfispólitísku pillunum sem voru notaðar hóflega. Og ég hló sannarlega ekki á sömu stöðum og salurinn.

Lína kvöldsins: Æ, þarna kallinn á borði 5, Júdas!

Leikfélagið mitt heitir Hugleikur. Tilviljun? Aldeilis ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband