Hver er Steini Briem?

Hann bloggar í athugasemdakerfinu undir þessu nafni. Hann leiftrar af orðkynngi og er alveg laus við ólund. Eiginlega vil ég ekki að ráðgátan verði leyst og penninn afhjúpaður ... en ef einhver veit sætti ég mig alveg við að komast að því.

Er hann blaðamaður?

Hann skrifar um pólitík en ég get ekki staðsett hann, dettur þó helst í hug að hann sé framsóknarmaður af því að hann er góðvinur Péturs Gunnarssonar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Steini Briem er góður drengur sem gekk m.a. menntaveginn í M.A. Hef þó talið hann jafnaðarmann en kann að hafa rangt fyrir mér. Annað var það nú ekki að svo sögðu.

Ólafur Als, 18.3.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Steini var blaðamaður, við unnum saman á Mogganum frá 1987 og mig minnir að hann hafi hætt 1993. Við vorum ágætir félagar en ég hef ekki séð hann síðan hann hætti á Mogganum (og í blaðamennsku um leið) fyrr en hann birtist allt í einu á blogginu mínu. Held að hann sé VG megin í lífinu um þessar mundir, ef marka má það sem hann kommenterar hjá mér.

Pétur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk fyrir það, Pétur. Ég hef séð þig hrósa honum þannig að ég veit að við erum sammála um að hann er skemmtilegur penni. Mér hefur reyndar sýnst hann senda flestum tóninn en kannski hef ég ekki verið nógu vel á vaktinni.

Berglind Steinsdóttir, 22.3.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband