Íslenskunám kennaranema skorið niður

Þetta er aðalfyrirsögnin á Fréttablaðinu í dag.

Mér er minnisstæð saga sem ein vinkona mín sagði mér af starfi sínu í leikskóla. Hún er núna leikskólakennari en var þá ófaglærður starfsmaður (eða hvað ætli það heiti?). Leikskólastjórinn las sögu fyrir börnin þar sem m.a. stóð eitthvað á þessa leið: Anna hlakkaði til að ... en svo hætti leikskólastjórinn að lesa og breytti í: *Önnu hlakkaði svo til ...

Samt heyrist manni yfirleitt fólk treysta í blindni hinu skrifaða orði.

Allir kennarar eru íslenskukennarar þótt þeir kenni önnur fög. Plís, ekki draga úr íslenskukennslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég tek undir þetta Berglind, ekki veitr af í þessu vaxandi slagorðslandi.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég tek undir þetta. það má ekki minka íslensku kennslu

Þórður Ingi Bjarnason, 19.3.2007 kl. 08:59

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Margt er verra en þágufallssýkin Berglind mín. Ég þoli ekki að vera spurð á veitingastöðum: Hvar voruð þið að sitja? eða heyra fullorðið fólk segja: Við erum búin að vera að ... o.s.frv. Annað sem getur alveg gert mig brjálaða er að heyra fólk tala um franskarnar þegar það á við frönsku kartöflurnar sínar. Hvað í ósköpunum stjórnar því þolfallssýki? Af hverju segir fólk ekki frönskurnar? Það liggur svo innilega beint við. Og svo erum við orðin Ísslendingar sem búa á Ísslandi. En nú verð ég að hætta ég er að missa alla stjórn á mér.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:21

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ó já, það er því miður af ýmsu að taka. Nú nefni ég dæmi af beygingarvillu sem eykst sífellt, innan hinnar nýju Íslandshreyfingu, og er þó t.d. Stefán Friðrik ritreyndur maður. Innan tekur með sér eignarfall og hann notar eignarfall í lausa greininum. Af hverju ekki í nafnorðinu?

Og úr því að Steingerður nefnir franskarnar (oj (yfir orðinu (ég borða þær því miður))) man ég eftir einu skipti á Hard Rock þegar afgreiðslustúlkan sagði: Franskarnar koma on the side. - Ó já, þetta var seinna skiptið mitt á Hard Rock og það var fyrir óralöngu.

Berglind Steinsdóttir, 19.3.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband