Brandari barst í pósti

Ertu ekki að grínast???

Jóhann var að útskrifast úr laganámi frá HR og átti sér stóra drauma um glæsta framtíð. Hann fór að sækja um vinnu í stóru fyrirtæki í borginni. Starfsmannastjórinn sem tók viðtalið var hrifinn af þessum efnilega manni og var mjög heitur fyrir því að ráða hann í vinnu. Áður en viðtalinu lauk spurði starfsmannastjórinn hvaða launahugmyndir Jóhann hefði.  

Ég var að spá í 1.500.000 á mánuði svona til að byrja með,“ svaraði Jóhann.

Starfsmannastjórinn horfði á hann í smástund og sagði svo: Hvernig líst þér á 2.500.000 á mánuði, tveggja mánaða sumarleyfi á fullu kaupi, 21% mótframlag í séreignarsjóð, nýjan LEXUS til ótakmarkaðra afnota og húshjálp til að þrífa heimilið?“

Jóhann varð orðlaus. Þetta var meira en hann hafði þorað að vona. Að lokum sagði hann í mikilli sigurvímu: Þú hlýtur að vera að grínast!"

Starfsmannastjórinn svaraði að bragði: Já - en þú byrjaðir ..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

má ég ekki stela þessum

Auður (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég stal honum sjálf þannig að ...

Berglind Steinsdóttir, 27.3.2007 kl. 09:13

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábær saga.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.3.2007 kl. 09:21

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi er góður

Þórður Ingi Bjarnason, 27.3.2007 kl. 10:46

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég þori ekki að setja þennan brandara sem barst frá öðru afmælisbarni dagsins í venjulega færslu þannig að ég hef hann hér:

Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss.

Hann lítur í kringum sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð. Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir:

„Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!“

Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi því að hann er hörkunagli og vanur að efna til slagsmála út af litlu tilefni.

Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir:

„Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta sem ég hef nokkur tíma prófað!“

Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.

Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir:

„Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!“

Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla, horfist í augun á honum og segir:

„Afi, farðu heim, þú ert fullur.“

Berglind Steinsdóttir, 27.3.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband