Afmæliskveðja í þröngan hóp

Vegna áskorunar er hér með rifjað upp að Marín á afmæli í dag - grúppan sendir henni samúðarkveðjur og óskar henni velfarnaðar á nýju framabrautinni - í diskódansinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hér með staðfestist að skorað er á Berglindi Steinsdóttur að koma á framfæri við stjórnvöld (í ljósi aðstöðu hennar) að stofna eina öfluga leitarvél sem leitar í öllum opinberum gagnagrunnum hins opinbera. Sé leitað eftir orðinu "kvóti" þá komi upp allt sem fjallað hefur verið um hann (þó ekki það sem stelpan bloggar um bifreiðakvóta) s.s. frumvarp til laga, lög, reglugerðir, birting í stjórnvaldstíðindum A,B og C, Lögbirtingablaðið (er ekki að tala um Séð og Heyrt) ásamt úrskurðum Umboðsmanns Alþingis, héraðsdómum og Hæstarétti. Myndi slík leitarvél spara umtalsverðan tíma ásamt því að hinn góði og gegni maður (Bonus Pater Familias) myndi finna hver sinn réttur væri og hvernig hann gæti hugsanlega sótt rétt sinn eða varið.

Án votta í viðurvist,

Viðskiptalögfræðingurinn ógurlegi.....

JónHalldór (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já nei nei, ef leitarvélin yrði takmörkuð við 3-10 vefi slyppi kvótabloggið ekki með, það er deginum ljósara. Góð hugmynd, JónHalldór, ég ætla að leggjast á meltuna með þetta, hmmm.

Berglind Steinsdóttir, 27.3.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sendi bestu kveðjur til Marínar í gegnum blogg Berglindar. Það er samt hálf asnalegt. Hvernig er það, er Marín ekki með neitt blogg? Er ekki búið að segja henni að enginn er maður með mönnum ef hann ekki bloggar?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, og að auki uppástendur hún að hún hafi ekki tíma til að lesa blogg ... Huhh.

Berglind Steinsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband