Miðvikudagur, 28. mars 2007
Ondúlering
Ég lifi í voninni að Davíð Þór Jónsson spyrji í Gettu betur hvað orðið merki. Og hafi svarið á reiðum höndum. Ég lifi líka í þeirri von að ég geti horft á lokaþáttinn, ég hef *skæl* misst af öllum þáttunum eftir að þeir komu í sjónvarpið. Svo rammt kveður að missinum að ég veit ekki einu sinni hvaða lið keppa - enda snýst þetta í mínum augum ekki um sigurvegara. Þetta snýst um keppnina sjálfa.
Og hvað þýðir ondúlering?
Athugasemdir
Nú hárgreiðsla auðvitað. Að fara í ondúleringu er að fara í hárgreiðslu... Rétt eða rangt?
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:04
Rétt. En hverjar eru orðsifjarnar?
Berglind Steinsdóttir, 29.3.2007 kl. 11:47
Ondúlering, pedikjúr og manikjúr eiga sér erlendar orðsifjar.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.