Fimmtudagur, 29. mars 2007
Fjáröflun íþróttafélaga og kóra
Já *grmpf*, ég veit að málstaðurinn er góður en ég vil ekki kaupa misgóðan klósettpappír fyrir okurverð af því að einhver í fjölskyldunni er að fara í leiðangur til Færeyja. Ég hef alveg gert það og setið uppi með vondar birgðir í langan tíma. Ég keypti líka einu sinni Heimaeyjarkerti og stóð í þeirri meiningu að þau væru góð - en meira að segja þau brunnu illa.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já, Heimaey hefur það orð á sér að fara illa út úr bruna!
LE (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:32
Ráðið við þessu er að afhenda börnunum upphæðina, en taka ekki á móti vörunni ;c)
Jón Þór Bjarnason, 29.3.2007 kl. 18:14
Heimaeyjarkerti??? Ég hef tvisvar styrkt einhver íþróttafélög með svona pappír, hann er ágætur ----- til að þurka af speglum og rúðum.
Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.