Pulsa

Segi og skrifa. Mér finnst það bara hræsni að segja og skrifa pylsa. Þoli öðrum þó auðvitað líka sérvisku.

Í dönsku er orðið pølse og ég stend í þeirri meiningu að ø geti breyst í hvort sem er u eða y.

Geri samt ekki ráð fyrir að Davíð Þór spyrji um þetta í Gettu betur sem ég get loksins loksins horft á. Viiií. Hef misst af öllum þáttunum eftir að keppnin færðist í sjónvarpið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framburður og stafsetning eru tvö óskyld fyrirbæri, þess vegna segirðu pulsa en skrifar pylsa:

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3355

Arngrímur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég skil. Ég er bara ekki sammála. Og ég þakka fyrir meðan menn nota ekki danska framburðarmynd á Bryndísi.

Hvernig skýrir Guðrún Kvaran (eða þú) að danska orðið løn verður ekki lyn á íslensku með framburðarmyndinni lun? Først er fyrst/ur á íslensku en enginn segir furst/ur.

Berglind Steinsdóttir, 12.4.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband