Mánudagur, 9. apríl 2007
,,Þetta fólk"
Óttaleg viðkvæmni er í þessu fólki sem kvartar undan orðalaginu þetta fólk. Orðið þetta er bara ósköp venjulegt ábendingarfornafn og ekki neitt gildishlaðið. Það er bara eins og að segja þetta sjónvarpsefni, þessir fréttatímar o.s.frv. um efni sem margbúið er að ræða.
Sko, nú var Jóhanna Vigdís að enda við að segja þessi skattaumræða í Kastljósinu - og hvert er vandamálið?
Þessi viðkvæmni í þessu fólki sem kvartar undan þessu orðalagi er óþörf. Segi og skrifa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.