Föstudagur, 13. apríl 2007
Og hvað vilja tæp 40%?
Mig minnir að rúmlega 70% hafi kosið um deiliskipulagið í Hafnarfirði um daginn sem var svipuð þátttaka og í sveitarstjórnarkosningunum þar í fyrra. Það þótti mjög gott. Yfirleitt er kosningaþátttaka í alþingiskosningum þó betri.
Og hvað segir þá þessi könnun Capacents okkur? Meirihlutinn vill hafa eitthvað um frekari stóriðju að segja. En hvað þýðir það? Á að vera þjóðaratkvæðagreiðslu um Helguvík, Keilisnes, Bakka á Húsavík?
Í Sviss er þjóðaratkvæðagreiðsla mjög oft og þar skilst mér að kosningaþátttaka sé almennt komin ofan í 60%. Þar er reyndar líka spurt um marga tiltölulega hégómlega hluti, eins og hvort opna eigi áfengisbúð á þessu horni, leyfa kanínuhald í hinni kantónunni eða hækka sektargjald fyrir of hraðan akstur um 1% (eða álíka). Þar er svolítið búið að gengisfella stórar atkvæðagreiðslur milli kosninga.
Ég velti fyrir mér hvað þessi tæpu 40% vilja. Hafa þau engar skoðanir yfirleitt eða bara ekki skoðanir á þessu máli? Eru þau kannski þvert á móti þeirrar skoðunar að við séum á réttri leið? Og hvaða leið er þá það? Eru þau á móti íbúalýðræði eða bara könnun um stóriðju?
Mér þykir þessi könnun segja mér fátt. Það kemur ekki einu sinn fram hversu margir voru spurðir!
En ég vildi gjarnan fá að segja skoðun mína oftar en sjaldnar. Og ég vildi fá 10 atkvæði í kosningunum 12. maí - hvaða sanngirni er í því að þurfa að greiða allt atkvæðið einu framboði?
Rúmlega 60% þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari stóriðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.