Föstudagur, 27. apríl 2007
West Ham vs. Bolunga(r)vík
Hvernig má það vera að fréttinni af sekt West Ham er skipað mörgum skörum hærra á Stöð 2 en að fjölda manns hafi verið sagt upp í Bolunga(r)vík?
Eftir að heyra í útvarpinu nýlega að margir bolungar hefðu verið í víkinni held ég ekki lengur að maður eigi að skrifa Bolungarvík - en ég get ekki látið undir höfuð leggjast að geta þessa.
Björgólfur Thor er ábyggilega gæðablóð en skaðinn hjá honum - ef einhver - er brot af því sem skaðinn er fyrir Bolvíkinga að missa lífsviðurværið sitt. Eða var þetta aukavinna fólksins?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.