Engifer

Ég ætla ekki að borða í heila viku, í hádeginu borðaði ég svo góðan mat með engifer. Í forrétt fékk ég kjúklingasalat Bláa lónsins með engifer og í aðalrétt túnfisksteik - með engifer.

Félagsskapurinn var að vísu ekki eins áhugaverður og á föstudaginn þegar ég spjallaði við breskan gáfumann um Tony Blair, breska dagblaðaútgáfu og útlendinga í Bretlandi - yfir öndinni.

Ég þakka Laufeyju fyrir að kynna mig fyrir engifer á sínum tíma.         http://wwwchem.uwimona.edu.jm:1104/lectures/ginger.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jamm jamm. Já, engifer er góður. Annars bendi ég líka á cumin. Algjör snilld. Ég er búin að komast að því að cumin í uppskriftum skal fara með eins og hvítlauk: Setja helmingi meira en uppskriftin kveður á um.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og alls ekki nota kúmen!

Berglind Steinsdóttir, 29.4.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Alla vega ekki í uppskriftir sem krefjast cumin. Kúmen er auðvitað æðislegt í  kringlum!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var nefnilega næstum einu sinni búin að gera þau mistök með kjúklingarétt, téhé.

Berglind Steinsdóttir, 30.4.2007 kl. 08:17

5 identicon

Útstáelsi er þetta á þér!!  Ræddir þú eitthvað um mig - eða bara alvöru útlendinga hér i UK ;)

Sjáumst 9. júní - Erla Englendingur

Erla (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:27

6 identicon

En kannast lesendur við „engiferhvítlauk“?

Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 13:50

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, hins vegar engifersultu og rjómapiparrót - úr uppskrift sem ég þýddi í síðustu viku ... Og soðna eggjahvítu og fáfnisgras. Hvað með ykkur?

Og Erla, auðvitað talaði ég aðallega um þig og hvað ég hlakkaði til 9. júní þegar þú mætir í brúðkaupið hennar Ingu ... uvvita. Þessi tiltekni herramaður er frá eðalbænum Rugby og þar eru ekki svo margir útlendingar að þeir verði honum fjötur um fót, téhé.

Berglind Steinsdóttir, 30.4.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband