Verst í heimi: að bíða í röð að óþörfu

Ég fór í sund og lenti fjórða í röðinni í afgreiðslunni. Ein manneskja að afgreiða og allt útlit fyrir að hún yrði korter að afgreiða fremsta manninn. Hvað gerir maður þegar maður vill bara fá að borga og fara svo í laugina að synda?

Ég var heppin núna, átti bara eina ógataða tölu þannig að ég lagði kortið á borðið hjá henni og sagðist fara inn. Hún leit ekki upp. Ég fór samt - og leit aldrei til baka.

Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því að ég vil sem minnst af þjónustu vita? Ég vil sjálfsafgreiðslu sem víðast, dæla bensíninu sjálf, tína sjálf í körfuna í búðinni, tékka mig inn í vél í Leifsstöð - og fara í sund í gegnum götunarvél.

Ég get alveg beðið - en ekki að óþörfu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hjartanlega sammála.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.5.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband