Fimm dögum síðar - fall á uppstigningardegi

Maður situr í sakleysi sínu í hádegisbröns og ræðir fram á miðjan dag um yfirvofandi gæsun þegar allt í einu berast tíðindi með sms-i: Stjórnin er fallin.

Og maður rifjar upp að í gær voru leiðtogar stjórnarflokkanna spurðir hvort þeir ætluðu að funda í dag, og báðir sögðu - með undrunarsvip yfir spurningunni: Nei, á morgun er uppstigningardagur. Og þá rifjast upp fyrir manni að pólitíkin er einmitt 9-5 vinna og allir rauðir kirkjudagar haldnir háheilagir.

En svo óforvarandis heyrast þeir samt á uppstigningardag, líklega bara að spjalla, og svo er dagskrá útvarps rofin þegar ég er ekki á vaktinni og tilkynnt að stjórnin sé fallin.

Hvert féll hún? Klofnaði hún í herðar niður eins og Íslendingasagnahetjurnar forðum? Á hún sér viðreisnar von? Á uppstigningardegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband