Að fara eftir fyrirmælum

Mér finnst fjóreykið Víðir, Valtýr, Alma og Páll alveg frábært. Mér finnst Víðir vera hinn nýi Grímur Grímsson og myndi treysta honum fyrir öllum mínum leyndarmálum. Ég tek mark á fyrirmælunum og þvæ mér um hendurnar oft á dag, hósta í handarkrikann og heilsa sem fæstum með snertingu. Vandinn við kórónuna er að bestu menn vita enn ekki nóg og á meðan eru viðbrögðin eilítið fálmkennd. Ég er ekki að gagnrýna það.

Hins vegar deyr fólk alla daga og stundum óþarflega fljótt. Ég myndi vilja sjá miklu öflugra net grípa þunglyndissjúklinga, eiturlyfjafíkla og einmana fólk en hefur verið lagt út til að grípa viðkvæmt fólk.

Hins vegar er ekki hægt að koma ekki við andlitið á sér. Ef mig klæjar, ef ég veit að maskaraflaga hefur hrokkið af augnhári, ef ég er með stírur, þegar ég les blað á borði eða fréttir á skjá og styð með hendinni undir kinn - það er ekki hægt að sleppa því að koma við andlitið á sér. Við þyrftum kraga um hálsinn eins og hundar og kettir ef við ættum að láta andlitið vera.

Como se llama el collar de los perros


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kom fyrir ofurkonuna sem hafði ekki trú á að hún gæti smitast af þessari veiru? Ofurkonunni sem fyrir tveim mánuðum síðan varð nær aldrei veik og ef hún fékk svæsna flensu þá var það ekki nema í 4 daga og svo mætt í vinnu?

Frá síðari hluta Janúar hefur fólk verið að smitast og bera veiruna um heiminn frá Egyptalandi.    https://www.stripes.com/news/africa/the-tale-of-a-nile-cruise-that-spawned-an-international-coronavirus-outbreak-1.622433    Þú ert því mögulega smitberi og ættir að láta skima þig sem fyrst, sérstaklega hafir þú verið í Aswan eða Luxor.

Vagn (IP-tala skráð) 14.3.2020 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband