Keðjubréf

Ég slít allar keðjur, öll keðjubréf. Ég aðhyllist hjarðhegðun stundum, get tapað mér yfir handbolta og fótbolta, horfi á sjónvarp sem mælt er með og sæki sömu staði og margmennið enda er ég svarinn extróvert. En ég deili ekki bröndurum á Facebook og tek yfirleitt ekki áskorunum um að vera með í leikjum.

Sumir brandararnir sem fólk setur samt núna á Facebook eru svo tryllingslega fyndnir að ég hlæ oft upphátt. Kannski hefur vírusinn tekið sér bólfestu í mér. Kannski er ég farin að kunna að meta hið smáa í lífinu. Hver veit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband