Fimmtudagur, 16. apríl 2020
Ég sakna kommanna
Það er svo erfitt að segja þetta án þess að vera eða virðast vera að nöldra en ég skil ekki af hverju fólk notar ekki greinarmerki þegar það skrifar athugasemdir hér og þar. Ég er auðvitað farin að venjast því og misskil ekki það sem fólk skrifar en það er samt hvimleitt. Ég man eftir svari fyrir nokkrum árum sem byrjaði á að viðmælandinn var taggaður og svo kom sögn sem er eins í 1. og 3. persónu og ég hélt að sá sem skrifaði væri að tala um mig en hann var að skrifa um sjálfan sig. Þetta verður best skýrt með (tilbúnu) dæmi:
Einar Einarsson reyndi að komast inn hjá þér á sunnudaginn.
Athugasemdina skrifaði Óskar Óskarsson og var að tala um að hann hefði ætlað að koma í heimsókn til Einars á sunnudeginum, ekki að Einar hefði verið á leiðinni til mín. Flókið? Það er aðeins minna flókið þegar maður hefur upphaflega innleggið og sér taggið.
Hér sést að komman skiptir öllu:
Einar Einarsson, reyndi að komast inn hjá þér á sunnudaginn.
Og ég sé þetta því miður meðal vina minna í málfræðingastétt.
Athugasemdir
Sæl góða!Ég er farinn að skrifa mikið án komma,en til gamans hélt ég að þú meintir "kommúnista"!
Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2020 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.