Ferðaþjónustan á heimsvísu

Ég hef samúð með þeim sem eru verkefnalausir, verklausir, iðjulausir, tekjulausir, leiðir, framlágir, blankir og lúnir. Ég skil að höggið sem féll fyrirvaralaust á ferðaþjónustuna um allan heim var óvænt, einmitt fyrirvaralaust. Sjálf ætlaði ég til Riga í maí en nú er búið að blása þá ferð af og einhver tekur skellinn, annað hvort við sem ætluðum í ferðina eða ferðaþjónustan í því landi, sem sagt skattgreiðendur. 

Ég hef samúð með þeim sem ganga um eirðarlausir og hungrar í eitthvað að gera, eitthvað skapandi, gjöfult, merkingarbært og tekjuaukandi. Biðstaða er alltaf vond, það er alltaf vont að sjá ekkert fram í tímann.

Við erum örugglega öll sammála um þetta.

Hins vegar finnst mér undarlegt þegar tjónið er metið á 330 milljarða núna en hagnaðurinn hefði aldrei verið metinn svo hátt í góðu árferði.

Ég var viðloðandi ferðaþjónustuna í 12 sumur og veit alveg að framlínufólkið í greininni hafði almennt ekki gott upp úr sér. Ef tjónið er núna 330 milljarðar hefur einhvern tímann verið gróði og ég spyr: Hvert rann hann? Bjuggust menn aldrei við mögru ári? Geta fyrirtæki ekki rekið sig eins og heimili sem leggja fyrir?

Ég veit alveg um dæmalausa tíma og skil að róðurinn er þungur fyrir marga. Marga en ekki alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband