Fæðingarorlof

Ég man þegar fæðingarorlof tók risastökk á Íslandi árið 2000. Tvö markmið voru þar í öndvegi, að barnið fengi að tengjast bæði föður og móður og að stuðla á jafnrétti á vinnumarkaði, eða eins og segir í markmiðsgrein:

 Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir við báða foreldra.
 Þá er lögum þessum ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Fæðingarorlofssjóður var hins vegar ekki fjármagnaður sem skyldi og á næstu árum þurfti að gera lagfæringar á lögunum.

 er verið að lengja fæðingarorlofið úr 10 mánuðum í 12 en þingmenn eru ekki á einu máli um hvernig eigi að skipta þeim á milli foreldra, eða hvort yfirleitt. Ég skil alveg að menn sveiflist á milli en mér finnst mikilvægt að feður hafi sjálfstæðan rétt til góðs fæðingarorlofs, bæði barnsins vegna og vegna stöðu vinnumarkaðar.

Konur eru á lægri launum en karlar og ef skrefið stóra og góða hefði ekki verið stigið árið 2000 er viðbúið að launabilið væri meira og staða kvenna á vinnumarkaði lélegri. 

Ég styð 6-6 vegna þess að það er framtíðin. Hins vegar finnst mér að allt fólk í lífinu eigi að hafa mannsæmandi laun. Launin eru nefnilega aðalrök þeirra sem vilja að konur séu heima í heilt ár með nýfædda barnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband