Arion

Í Kjarnanum var birt í gær:

Þeir stjórn­endur og það starfs­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­sent af föstum árs­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­anum sem verða ekki laus til ráð­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­um. 

Það fólk er með mun hærri laun en venju­legt starfs­fólk bank­ans. Mán­að­ar­laun Bene­dikts Gísla­son­ar, banka­stjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra. 

...

Þegar upp­gjör þriðja árs­fjórð­ungs Arion banka var birt í októ­ber síð­ast­liðnum var haft eftir Bene­dikt í til­kynn­ingu að bank­inn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómög­u­­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. Frá ára­­mótum og til loka sept­em­ber­mán­aðar jókst eig­in­fjár­­grunnur sam­­stæð­unnar um tæpa 30 millj­­arða. Eig­in­fjár­­hlut­­fall hans var 27,6 pró­­sent í lok sept­em­ber 2020. 

Þá finnst mér skjóta skökku við að ávöxtun á bundið sparifé lækki um 25% (úr 0,6% í 0,45%, sem sagt um fjórðung) og að það skuli vera gert án svo mikið sem tilkynningar í heimabanka.

Og í fréttinni stendur enn fremur:

Samkvæmt uppgjörinu nam hagn­aður bank­ans tæpum fjórum millj­­örðum króna á nýliðnum árs­fjórð­ungi, sem var fimm sinnum meiri en afkoma bank­ans á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur uxu og kostn­aður lækk­­aði, en sam­­kvæmt bank­­anum spil­uðu skipu­lags­breyt­ingar sem fram­­kvæmdar voru í fyrra miklu máli þar. 

Tekjur af kjarna­­starf­­semi juk­ust um 6,2 pró­­sent milli ára, en bank­inn hefur einnig aukið útlán til heim­ila í kjöl­far mik­illa vaxta­­lækk­­ana Seðla­­bank­ans í vor. Lána­­bók bank­ans hækk­aði um sjö pró­­sent frá ára­­mót­um, auk þess sem bank­inn jók vaxta­mun sinn. 

Skipulagsbreytingar?

Ég sé bara 2007 dingla með jólakúlunum og mér líst ekki á. Ég gæti vel sætt mig við lága vexti á sparifé fólks ef hér væri stöðugleiki og útlánsvextir í einhverju samræmi við innlánsvexti, en ég er með reikning sem gefur 0,05% innlánsvexti en útlánsvextir eru 3,84% og það er langt frá því svæsnasta sem ég hef séð.

Var einhver flokkur á þingi sem ætlaði að beita sér í þessum efnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband