Sjálfsafgreiðsla í búðum

„Sá sem á patentið á þig“ sá ég einhvers staðar nýlega og var þá verið að ræða sjálfvirknivæðingu. Já, það er áhyggjuefni ef sjálfvirknivæðing og tækniframfarir gera nokkra einstaklinga ofurríka og aðra að hálfgerðum beiningamönnum. En það er ekki tækninnar sjálfrar að koma í veg fyrir það.

Fólk hefur áhyggjur af að starfsfólk, t.d. í verslunum, missi vinnuna við sjálfvirknivæðinguna og strengir þess dýra eiða að versla aldrei við vélina, a.m.k. ekki fyrr en vöruverð verður lækkað. Það er skiljanleg krafa að verðmyndun hangi saman við kostnað við að afla vörunnar og selja hana.

Ég greiði sjálf reikninga í heimabankanum og millifæri til annarra eftir atvikum. Tek ég þá ekki starf af fólkinu sem afgreiddi mig í bankanum áður? Ég veit ekki hvað skal segja um það en ég vil svo sannarlega ekki fara til baka. 

Ég er ekki alin upp við handþvott en geri mér grein fyrir að þvottavélin auðveldar mér þrifin. Ég kann að meta öll þau ósköp sem gervigreind, fjórða iðnbyltingin og almennar tækniframfarir hafa fært mér en vitaskuld finnst mér ósanngjarnt að örfáir maki krókinn og að allur almenningur sitji eftir með lúsarlaun.

Þurfum við að óttast það? Væri ekki ráð að skattleggja vélmennin og borga borgaralaun með þeim peningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband