Að skrifa og senda jólakort

Þegar mest lét sendi ég líklega um 50 jólakort og fékk svipað. Ég hef heyrt langtum hærri tölur þannig að ég veit að þetta voru engin býsn hjá mér. Ég hætti öllum kortaskrifum fyrir a.m.k. 15 árum og ástæðan er sú að flest kortin sem ég fékk voru fyrirfram prentuð og skrifuð af skyldurækni. Flest voru persónuleikalaus þótt á því væru heiðarlegar undantekningar. Öll mín kort voru hins vegar stíluð persónulega á viðtakandann, einhver tilvísun í minningar mínar með honum. Kannski ekki frábær kort en sannarlega persónuleg og ég hætti að nenna að fá ópersónulegu kortin. Eins og við vitum sér gjöf æ til gjalda þannig að ég datt út af jólakortalista flestra.

Nú eru margir hættir að skrifa og senda jólakort í pósti og nota í staðinn rafrænar kveðjur. Eins og gefur að skilja sakna ég ekki kortanna ... en kannski saknar Pósturinn sendinganna úr því að verð á einu innanlandsfrímerki er komið í 195 kr. Og svo fór ég að hugsa hvort fólkið sem ætlar sko ekki að versla við sjálfsafgreiðslukassana af því að þá missir starfsfólkið vinnuna haldi ekki örugglega áfram að senda jólakort til að starfsfólkið missi síður vinnuna við að bera þau út.

Þetta er ekki sérlega jólalegt hjá mér en ég sendi samt hér með allar mínar hugheilustu jólakveðjur út í kosmósið. kiss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband