Vaxta-fokkings-munur bankanna

Er eitthvað óeðlilegt við arðgreiðslur fyrirtækja? Oft mætti ætla að svo væri af umræðunni að dæma.

Svo var spurt í leiðara Fréttablaðsins í gær.

Leiðarahöfundi finnst umræðan ósanngjörn og segir:

Við þær aðstæður sem nú eru í hagkerfinu, þar sem eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfé er takmörkuð, hafa bankarnir skiljanlega ekki hvata til að ýta undir útlánaþenslu. Það gilda sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki í atvinnurekstri. Ef þeir geta ekki ávaxtað það eigið fé sem er langt umfram kröfur eftirlitsstofnana, þá standa góð rök til þess að fjármagnið komi að betri notum í höndum hluthafa í stað þess að það sé læst inni í bönkum. Við þurfum nefnilega á því að halda að beina þolinmóðu fjármagni í fjárfestingu og neyslu.

Áður er hann búinn að segja að hluthafar séu einkum íslenskir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir.

Ég spyr: Ef bankarnir eru að sligast undan fé sem þeir geta ekki komið í vinnu, væri þá ekki rétti tíminn til að hætta að ofrukka viðskiptavini bankanna? Ég veit að fasteignavextir hafa lækkað og geri ráð fyrir að það sé tímabundið, bara nógu lengi til að krækja í marga nýja viðskiptavini sem sitja síðan uppi með þungar skuldabyrðar eftir nokkur ár, en á mörgum sparifjárreikningum eru innlánsvextir 0,05% og útlánsvextir (yfirdráttarvextir) 8,50%, sbr. mynd:

 

vaxtamunur febrúar 2021

 

Ég nenni ekki að reikna út hversu mörg þúsund prósent vextir þetta eru. Bankarnir eru því að svína á þeim sem höllustum fæti standa, lágtekjufólki og sjálfsagt barnmörgu fólki. En leiðarahöfundur vorkennir bönkunum og hluthöfunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband