Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Engin alvörusamkeppni í bankaviðskiptum
Ég væri alveg sátt við lága innvexti til langs tíma ef útlánsvextir yrðu líka lágir til frambúðar. Nú eru útlánsvextirnir lágir og fólk kaupir fasteignir eins og upp sé runnin gósentíð sem muni vara um aldur og ævi. Ég óttast að svo sé ekki. Sjálf á ég mína fínu íbúð og er ekki á förum.
En ég er með sparifjárreikning hjá Arion banka sem er ekki í notkun. Hann býður mér 0,05% vexti en ef ég skyldi fara yfir (á fit, hvernig sem maður gerir það á svona reikningum) er mér gert að borga 3,89% í svokallaða yfirdráttarvexti. Ég var ekkert að koma auga á þetta en ég finn hvergi banka í alvörusamkeppnisrekstri. Hver er skárri en Arion? Auður býður 1% innlánsvexti (sem er auðvitað 20 sinnum meira en 0,05 - en rúmlega 0 margfaldað með slatta er samt ákaflega lág upphæð).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.