Vextir

Fasteignir seljast eins og heitar lummur og mér hefur skilist að það sé vegna þess að nú eru útlánsvextir lágir. En það gæti orðið skammgóður vermir. 

Fjármálastöðugleikanefnd sendi frá sér yfirlýsingu í dag og þar segir m.a.:

Í núverandi vaxtaumhverfi er nauðsynlegt að lánveitendur sem og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

Vísir túlkar þetta svona eftir að hafa fylgst með vefútsendingu í morgun:

Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana.

Minn einbeitti grunur er að viðskiptabönkunum gangi aldrei gott til og þess vegna vona ég að húsnæðiskaupendur reisi sér ekki hurðarás um öxl og fái svo brjálæðislegar vaxtahækkanir í bakið þegar þeir keppast við að borga af háu húsnæðislánunum sínum.

Ég get bætt við að ég átti gott spjall við fasteignasala í vikunni sem fullyrðir að aldrei hafi nýir kaupendur átt auðveldara með að komast inn á fasteignamarkaðinn. Viðkomandi færði ágæt rök fyrir máli sínu en þetta byggist allt á því að menn eyði ekki um efni fram og taki svo lán fyrir öllu, bæði húsnæðinu og neyslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband