Stofnunin Skatturinn

Ég held að Skatturinn sé með þann einbeitta vilja að flækja málin fyrir skattgreiðendum. Í dag fékk maður sem ég þekki bréf um hærri álögur fyrir síðasta ár en hann hafði búist við. Af bréfinu mátti skilja að hann skuldaði 342.358 kr. en viðbótin var samt upp á 23.639. Ég las bréfið og það var mjög auðvelt að skilja það þannig að hann ætti að borga 342.358 kr. Við teljum okkur hvorugt eiga að stríða við almennan skort á lesskilningi.

Nú les ég að fyrirtækið BPO innheimta hafi verið rekið til baka með innheimtukröfur vegna smálána. Ég hata smálánin eins og pestina og fagna því með látum að menn komist ekki upp með þennan gjörning, en ég get sagt ykkur að Skatturinn hefur nefnilega gert þetta líka. Og komist upp með það.

Skatturinn sendi mér harðorða ítrekun um greiðslu skuldar í lok janúar án þess að hafa nokkru sinni sent mér rukkun. Þegar ég fór að grufla í þessu kom hið sanna í ljós. Tveir eða þrír starfsmenn Skattsins gengust við mistökunum en samt fékk ég senda rukkun um dráttarvexti með gjalddaga og eindaga sama dag og skuldin var birt í heimabankanum.

Já, krafan var birt í heimabankanum einhvern dag og sama dag var gjalddagi og eindagi kröfunnar. Algjör dauðans tilviljun að ég sá það í tíma. Annars hefði ég fengið dráttarvaxtakröfu á ólögmæta dráttarvexti ríkisstofnunar.

Skuldin var ekki há og dráttarvextirnir ekki heldur þannig að ég nennti ekki að eltast við þetta lengur, en út frá prinsippi hefði ég átt að gera það. Skatturinn er í mínum augum óbilgjörn stofnun sem hefur ekki sannleikann eða réttmæti krafna í öndvegi. Með bréfinu sem ég sá í morgun sannaði hún enn frekar að hún hefur meiri áhuga á flækjustigi en því að einfalda ferlið og auðvelda fólki að skilja refilstigu innheimtunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband