Laugardagur, 15. maí 2021
Snerting
Ég er bara hálfnuð með bókina sem margir mæra og mér finnst hún enn sem komið er flatneskjuleg og leiðinleg. Mér skilst þó að hún fjörgist þegar líður á þannig að ég mun lesa til enda.
Ég skil samt ekki hvernig meinleg villa getur komið fyrir tvisvar í útgefinni bók frá manni sem er klappaður upp sem meistari íslenskrar tungu.
Ekki ófá > tvöföld neitun > fá. Varla er hann að meina að hann hafi sjaldan sest með stjúpdóttur sinni til að hjálpa henni með námið.
Kiljan var yfir sig hrifin af bókinni ... og stílnum ... þannig að ég vonast eftir betri seinni helmingi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.