Fossvogslaug

Hugmyndin um Fossvogslaug hljómar vel í mínum eyrum. Ég stundaði sund í laugunum í mörg ár en undanfarið í sjónum. Aðstaðan í Nauthólsvík er sprungin og það hefur líka sýnt sig að eftirspurn eftir sundlaugum er mikil, ekki bara í Reykjavík en alls ekki síst í Reykjavík. Þetta er lýðheilsumál og félagsmál.

Ég hélt að allir fögnuðu hugmyndinni um Fossvogslaug en svo sé ég að menn hafa áhyggjur af almennu aðgengi og landi sem verður lagt undir bílastæði.

Þá er lag fyrir áhugasama að tala og þá sem taka ákvörðunina að hlusta. 

Ég er enn áhugasöm um Fossvogslaug og get næstum lofað að ég fari þangað sjálf á hjóli, til vara í fullum bíl af sundlaugargestum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband