Lögmaður er ekki skjólstæðingur hans

Ég á bróður sem stal miklum peningum af mömmu og pabba, þ.e. hann fékk lánaðar 10,5 milljónir til viðbótar við helling sem þau gáfu honum en þegar þau dóu fyrir tveimur og þremur árum neitaði hann einfaldlega að borga peninginn til baka. Pabbi hafði í sakleysi sínu skráð allt niður en ekki þinglýst eða látið hann skrifa undir skuldina. Með hjálp lögmanns komst Gummi upp með þetta gagnvart okkur systkinunum þremur. Ég var í miklum samskiptum við lögmann Gumma og hann margsetti upp svip hins saklausa og sagði að ég mætti ekki samsama hann skjólstæðingi sínum.

Síðan hef ég margheyrt formann Lögmannafélagsins segja það.

Af hverju vissi lögmaður Sölva ekki af þessu sem lögmenn klifa á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband