Þriðjudagur, 22. nóvember 2022
Berglind hjá bókara
Ég hitti bókara í dag og varð mikils vísari.
Virtus er með reiknivél þar sem maður getur prófað ýmislegt.
Á vef BHM er líka reiknivél þar sem maður getur notað alls kyns forsendur.
Sjálfstæður atvinnurekandi (les: verktaki) borgar 6,35% af laununum sínum í tryggingagjald.
Hann þarf að gera ráð fyrir 4% gjaldi í lífeyrissjóð sem launþegi og 8% sem launagreiðandi (sinn eigin).
Og skatturinn er nálægt 40%.
Ef maður er leiðsögumaður þarf maður eiginlega að kaupa sér tryggingu vegna þess að ef maður lendir í slysi er maður ekki tryggður nema maður hafi keypt sér tryggingu fyrir sig sem launþega. Ég hef ekki skoðað hvað hún kostar eða hvað ég þyrfti að draga af framlegðinni til að mæta því.
Þegar allt er tekið saman fær verktakinn u.þ.b. 45% af reikningnum í eigin vasa. Og er launalaus í veikindum og sumarfríi.
Og rúsínan í mínum pylsuenda er að ég gáði hjá Skattinum hvort ég væri komin á virðisaukaskattsskrá. Já, ég er það - en sem ferðaskipuleggjandi. Ferðaskipuleggjandi! Aðal! Ekkert getur Skatturinn gert rétt. Ég svaraði spurningunni um hvað ég gerði sem verktaki og ég sagðist vera prófarkalesari, hljóðbókalesari og leiðsögumaður. Alls ekki ferðaskipuleggjandi. Og ég hef sem leiðsögumaður ekki einu sinni þegið svo mikið sem krónu í laun á árinu sem verktaki, heldur bara verið launþegi þótt það eigi sjálfsagt eftir að breytast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.