Hún á afmæli ...

Nú get ég ekki stillt mig lengur þótt ég viti að ég sé að ganga beint í gildruna um mátt auglýsinga. Atlantsolíuauglýsingin sem Saga Garðars syngur alla daga nú um stundir - og oft á dag í mínu útvarpi - pirrar mig ósegjanlega. Í fyrsta lagi á enginn afmæli dag eftir dag. Það er samt hégómi. Í öðru lagi - og sýnu verra - er að fyrirtækið sem ég skipti við (sjaldan af því að ég keyri lítið) eyðir peningum alla daga í auglýsingar sem hafa ekkert upplýsingagildi. Svörtudagaauglýsingarnar hafa ekki pirrað mig, ekki vitund, enda er líftími þeirra skammur og sumar eru upplýsandi. Nei, bensín og bensín er samanburðarhæf vara, ólíkt t.d. mat, fatnaði og afþreyingu, og það eina sem skiptir bensínkaupendur máli er verð og aðgengi. 

Ef Saga Garðars væri með uppistand einhvers staðar núna myndi ég sniðganga það. Það er uppskeran hennar gagnvart mér vegna þess að þessar auglýsingar eru persónulegar og hún hefur sannarlega stjórnað ferðinni þótt hún ráði sjálfsagt ekki auglýsingatíðninni.

Nú er ég búin að gera eins og bolurinn í markaðsfræðinni, tala seljandann upp með umræðunni þótt ég sé neikvæð. Huggunin er að lesendur eru hér fáir. wink money-mouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er mjög ósmekklegt hvernig hún stælir uppdópaða Marilyn Monroe að syngja afmælissönginn f. Kennedy forseta.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 27.11.2022 kl. 13:21

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já! Ég var ekki einu sinni búin að tengja við það en, vá, hvað ég er sammála.

Berglind Steinsdóttir, 27.11.2022 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband