Fótbolti í tvíriti

Ég er svo miðaldra að ég horfi á línulega dagskrá. Mér er samt almennt alveg sama þótt kvöldin séu sum undirlögð af efni sem ég hef ekki áhuga á. Þar í flokki er ýmislegt almennt efni en líka söfnunarþættir, söngvakeppnir og fótbolti. En mér blöskrar að hafa Katar-keppnina á bæði RÚV og RÚV2 eftir alla umræðuna sem hefur verið um þessa keppni.

Ég er á móti mannréttindabrotum. Obbi mannkyns er það. En við erum líka hræsnarar og meðan það truflar ekki okkar líf æpum við ekki hærra en á lyklaborðið. Flest fólk getur væntanlega tekið undir það. En að RÚV skuli ekki sjá sóma sinn núna í því að halda þessari fótboltakeppni aðeins meira frá áhugalausum er yfirgengilega undarlegt.

Mér finnst gott að hafa sjónvarpið lágt stillt þótt ég horfi ekki endilega á hvert myndbrot en nú stillti ég Alþingisrásina dálítið hátt ... og sat uppi með massífa fjárlagafrumvarpsumræðu. tongue-out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband