Sorgarþríhyrningurinn (Triangle of Sadness)

Í gærkvöldi var sýnt frá verðlaunaafhendingu evrópsku kvikmyndaverðlaunanna á RÚV. Sjónvarpið var opið og um leið og Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir byrjuðu að kynna dagskrána var ég kolfallin. Fyrir einhverja hendingu sá ég líka í vikunni bíómyndina sem fékk öll helstu verðlaunin í gær þannig að ég tengdi við ýmsar persónur sem birtust á skjánum. Annars er ég frekar löt að fara í bíó.

En hér liggur mér tvennt á hjarta. Annars vegar verð ég að lýsa yfir ómældri aðdáun á húmor Hugleiks og Ilmar enda féllu brandarar þeirra í frjóan jarðveg. Kannski heyrist salarhlátur betur í Hörpu en í Háskólabíói en ég held að þau hafi að mestu leyti slegið í gegn. Þau minntu mig á - sjálfa mig þegar ég er í mesta stuðinu sem leiðsögumaður og marga aðra leiðsögumenn sem ég hef heyrt segja ferðamönnum frá. Það er heldur ekki að ósekju sem margir leikarar verða leiðsögumenn.

Hins vegar las ég líka um annan sorgarþríhyrning í vikunni, bókina Þegar fennir í sporin. Ég vil bara segja að hún kom mér töluvert á óvart og hef ég þó lesið góðan slatta af bókum um dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband