Þriðjudagur, 13. desember 2022
Ninja-barnið
Vá, hvað besta evrópska gamanmyndin 2021 skv. evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni er frábær. Ég er oft hrifin af norrænum myndum, m.a. út af tungumálinu og menningunni, en stóri bónusinn er alltaf hinn stórkostlegi leikur og allt það fólk sem ég þekki ekki úr öðrum myndum.
Aðalpersónan hér, sú sem kemst óforvarandis að því að hún er gengin sex og hálfan mánuð með óvelkomið barn, er leikin af stakri snilld og teiknipersónurnar (sem hún teiknar) blandast söguþræðinum á þann hátt sem er mér að skapi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.