Er köttur bara köttur eða er köttur kannski Köttur?

Barn má ekki heita Kisa þótt barn megi heita Högni. Börn mega hins vegar heita Xavier, Æja, Klaría og Hyrrokkin. Öll ný nöfn eru óvenjuleg og skrýtin fyrsta kastið. Vinkona mín á dóttur sem hefur seinna eiginnafnið Þöll. Hún er fædd 1994. Þegar hún var í leikskóla þótti nafnið mjög skrýtið sem ég held að engum finnist í dag. Elsta dæmið sem ég finn í Íslendingabók er frá 1955. Systir leikskólastúlkunnar kom heim úr sínum leikskóla alveg forviða einn daginn og sagði: Mamma, veistu hvað? Það var strákur að byrja í leikskólanum og hann heitir BJARNI.

Nöfn eru ókunnugleg á einhverjum tímapunkti. Nöfnin Ljótur og Ljótunn vísa til birtu (ljós) en í dag heita þrír því nafni og ég finn eina sem heitir Ljótunn og það er seinna nafnið hennar.

Mér skilst að nafnið mitt sé afbökun á nafninu (Charles) Lindbergh flugkappa. Miðað við timarit.is var fyrsta stúkan (ekki stúlkan) nefnd Berglindin 1912, kvenfélags er getið 1926 en fyrsta stúlkan eitthvað síðar, jafnvel 1940, þótt Lindbergh hafi þreytt langflugið sitt 1927.

Í Íslenzkri fyndni frá 1940 er sagan sögð svona og hljómar mjög kunnuglega:

Berglind uppruni

Eitthvað get ég ímyndað mér að það hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum, þetta skrýtna nafn sem átti enga hefð - frekar en nöfn eiga þangað til hefðin hefur skapast!

Einhvern tímann verður Kisa leyfð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband