TF-SIF verður ekki seld

Ég er með kenningu. Flugvélin sem forstjóri Landhelgisgæslunnar boðar að eigi að selja vegna bágrar fjárhagsstöðu Gæslunnar - svona eins og að selja hefilinn frá Vegagerðinni, röntgentækið frá Domus Meidica eða mælaborðið úr bílnum - verður ekki seld. Það stóð aldrei til. Ég ítreka að þetta er kenning mín. Annað hvort er þetta smjörklípa til að dreifa athygli okkar frá einhverju öðru eða eitthvert annað bragð til að snapa athygli og fá samúð og svo ógurlegt þakklæti þegar sölunni verður afstýrt. Kannski verður landssöfnun og okkur gefst öllum kostur á að leggja þúsundkall í púkk.

Ég neita að æsa mig yfir þessu vegna þess að þetta er smellubeita einhvers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja...

2.5 milljarðar fóru til Úkraínu, Píratar eru nú að stoppa allt vegna þess að þeir vilja fá okur til að eyða nokkrum milljörðum í aðra útlendinga, það eru fjölmörg rápuneyti sem við þurfum ekki, og kosta okkur milljarða, hvert.  Við borgum kolefnisgjöld til útlanda...

Þannig má lengi telja.

Til að geta borgað meiri kolefnisgjöld og fjármagnað dauða úkráinumanna þá ætla þeir að selja þessa flugvél.  Hugsa ég. 

Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2023 kl. 20:42

2 identicon

Er ekki hægt að láta útgerðina greiða kostnað er hlýst af Gæslunni, er gæslan ekki mest til að aðstoða þá, er það ekki eins með kostnað vegna hafrannsóknarstofnunar,því ekki að láta þá sem njóta gæslunnar mest að greiða sanngjarnt verð í formi veiðigjalda, samkvæmt arðgreiðslum útgerðarinnar eru þar nægir fjármunir.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 2.2.2023 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband