Mánudagur, 20. febrúar 2023
Verkbann?
Atvinnurekendur fara á límingunum yfir verkfalli láglaunafólks vegna þess að það lami atvinnulífið og hagkerfið en boða svo verkbann til að senda lægst launaða fólkið heim alveg tekjulaust.
Í stað þess að rétta þeim sem hóstar snýtubréf á nú að reka framan í hann olíuborinn tvist.
Til öryggis tek ég fram að ég hef það sjálf gott, er í vinnu sem ég valdi sjálf og get haft mitt líf eftir mínu höfði. Við vitum öll að það á ekki við um fólk sem þarf að slíta sér út alla daga til að smyrja hjól SA.
Í yfirlýsingu SA segir m.a.:
Samtök atvinnulífsins geta ekki teygt sig lengra í átt til Eflingar án þess að kollvarpa þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir við öll önnur stéttarfélög á almennum vinnumarkaði en að baki þeim standa tæplega 90% starfsfólks á almennum vinnumarkaði.
Ef Efling má ekki gera kröfur fyrir sitt félagsfólk, af hverju er þá ekki bara eitt stéttarfélag í landinu?
En huggunin er að Viðskiptablaðið ætlar greinilega að taka slaginn með hjúkrunarfræðingum þegar samningar þeirra losna:
Olíubílstjórarnir eru með hærri laun en til dæmis hjúkrunarfræðingar, sem þó starfa undir miklu meira álagi, geta þurft að þola saksókn fyrir mistök í starfi og eru með margra ára háskólamenntun á bakinu. Það er ekkert sem réttlætir að olíubílstjórar hækki umfram þær gríðarlegu hækkanir sem annað launafólk hefur samið um undanfarið og verkfall þeirra er einfaldlega siðlaust.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.