Fimmtudagur, 23. febrúar 2023
35% hækkun í Skipholti
Í september kostuðu Maarud-kartöfluflögurnar á myndinni 349 krónur. Ég fékk leiðindadálæti á þeim og borðaði þótt ég hefði ekki gott af því. Af mörgum veikleikum mínum er veikleiki gagnvart kartöflum vandræðalega mikill. Ég tók svo eftir því að pokinn hækkaði í 379, eftir áramót fór hann upp í 409 og núna 479 krónur. Kannski millilenti hann í 429, en hann hefur alltént hækkað um 130 krónur síðan í september, tæplega 35%.
Ég get ítrekað að ég ætti að sniðganga þessar kaloríur en sumt fólk má alveg við þeim. En má það við 35% hækkun verðlags?
Þið gætuð örugglega bent á mörg önnur dæmi sem þið hafið tekið eftir. Er hægt að bjóða okkur upp á þetta til lengdar? Heyri ég einhvern tala um 35% hækkun á laun?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.