Tjónið af yfirgangi auðvaldsins

„Við erum alveg örugglega ekki að tala um tugmilljónir, við erum örugglega að tala um nokkur hundruð milljónir sem við erum komin í nú þegar því stórir hópar eru nú þegar búnir að afpanta,“ segir Elías. 

Þetta er haft eftir settum ferðamálastjóra.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hnýt um það að ferðaþjónustan telur sig tapa gríðarlega en hefði ekki grætt gríðarlega í óbreyttu ástandi. 

Er einhver búinn að reikna út meint tjón af því að hækka laun þeirra sem smyrja hjól atvinnulífsins og bera saman við meint tjón af verkbanni og öðrum tjónvöldum Samtaka atvinnulífsins?

Mér finnst auðmýkjandi að bera það bull á borð fyrir hugsandi fólk að láglaunastéttirnar séu vandinn. Það fólk sem gerir það hefur orðið sér til skammar og opinberað vanmátt sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband