Fimmtudagur, 9. mars 2023
Erlendir hótelstarfsmenn
Ég var að skoða launaseðil útlensks starfsmanns á hóteli, reyndar frá árinu 2019. Ef hann hefði þá unnið allan mánuðinn á dýrari tíma, sem sagt með 45% álagi, hefði hann samt ekki náð 500.000 króna heildarlaunum.
Skiljið þið þetta? Launasetningin er þannig að fólk á Eflingartaxta - og þótt það væri VR-taxti - NÆGIR EKKI TIL AÐ FÓLK FRAMFLEYTI SÉR. Ég held að miðlunartillagan sem sátt náðist um, guðsblessunarlega svo sem, sé bara stundarfriður.
Samkvæmt samningum - sem greitt er eftir - er fólk raunverulega með skít úr hnefa í mánaðarlaun. Ég skil ekki að þeir sem bjóða þessi laun sofi vært á næturnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.