10 ára samningi hafnað

Ég gerði mig seka um að velta ekki mikið fyrir mér langtímasamningnum sem forystumenn sjómanna gerðu fyrir þeirra hönd um daginn. Þó man ég eftir að ég spurði vin minn í Samtökum atvinnulífsins hvort ekki væri fyrirvari í samningnum, svona uppsagnarákvæði. Hann hélt að það hlyti líklega að vera. Til að varpa ekki rýrð á neinn tek ég fram að hann er ekki í neinni samninganefnd.

Og nú er samningnum hafnað mjög afgerandi. Hver túlkar með sínu nefi en mig grunar að margir hugsi með sér að launþegar séu að þjappa sér saman vegna þess að launþegarnir eru þeir sem búa til verðmætin og telja sig eiga meira tilkall til stærri hlutar í þeim en atvinnuÞEGUM þóknast að láta hrjóta fram af gnægtaborði sínu.

Tek líka fram að ég hef ekkert gluggað í samningana sjálfa, hef bara lesið fréttir af samningunum og nú sannast enn á ný að fréttaflutningur er í skötulíki. Fréttamenn eru kranar enda er þeim vafalaust ætlað að framleiða ógrynni af fréttum á hverjum degi en ekki vinna úr upplýsingum og gögnum.

Vitið þið hvaða fréttamenn eru í laun? Ég þori að hengja mig upp á að þau eru skammarlega lág.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband