9 líf - Bubbi Group

Ég ætlaði ekki endilega að sjá sýninguna um Bubba sem verður 67 í þarnæsta mánuði og er í raun jafn mikil stofnun í lífi nútímamannsins og Halldór Laxness var fyrir hálfri öld, já, og Bítlarnir í sinni heimasveit sem er sossum aðeins stærri.

En ég fór í gærkvöldi og er næstum orðlaus af hrifningu. Bubbi er náttúrlega þungamiðjan með textana sína og lífshlaupið en Ólafur Egill Egilsson gerði líka stórkostlegt mót með handrit og leikstjórn.

Og lítil stjarna í leikarahópnum er Hlynur Atli, fæddur 2011, sem var fyrsta útgáfan af Bubba. Ég fletti honum upp og hann hefur leikið í Kötlu og Venjulegu fólki. Það geislaði alveg af honum, hann söng eins og engill og greinilega vantaði ekkert upp á hrynjandina í honum heldur. Ég þarf næstum að fara aftur til að sjá hina sem leika Bubba sjö ára.

Mögulega hefði salurinn getað verið líflegri og tekið betur undir, mig langaði a.m.k. oft til að syngja hærra með og klappa meira og dilla mér en vildi ekki vera meira á iði en bekkirnir í kringum mig. Ég skil vel að fólk fari aftur og aftur og frómt frá sagt er 11.400 kr. hlægilega lágt verð miðað við 7.200 kr. fyrir lágstemmda (en fína) tveggja leikara sýningu.

Hlynur Atli Harðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband