Ristilspeglun - seinni færsla

Ég skrifaði hér fyrir þremur vikum ristilspeglunarsögu mína og vil bara ítreka að mér blöskrar verðið þótt ég hafi efni á að borga 50.000 kr. fyrir þessa athugun. Ég er í Fræðagarði sem er undir regnhlíf BSRB og allt í einu hugkvæmdist mér að ég ætti kannski rétt á styrk frá stéttarfélaginu mínu.

Svo reyndist vera. Ég fæ 10.000 kr. af upphæðinni og þar af eru 3.145 kr. dregnar frá sem staðgreiðsla. Ég fékk því 6.855 kr. úr styrktarsjóðnum, sem sagt rétt rúm 14% af því sem ég greiddi fyrir speglunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er styrkurinn skráður á framtalið þitt sem tekjur.

Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2023 kl. 12:26

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Alltaf skánar það!

Berglind Steinsdóttir, 25.5.2023 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband