Álfadalur eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur

Höfundur Álfadals rekur áhrifamikla frásögn um ógeðslegt ofbeldi og ógeðslega meðvirkni. Helsti kostur bókarinnar er hispursleysið og sannleiksástin en gallinn auðvitað ógeðið sjálft, já, og meðvirknin.

Hvað er að fólki? Hvernig getur skipt meira máli hvað fólki finnst en það að maður leggist meðvitað á dætur sínar? Hvernig getur nokkur maður verið svo ógeðslegur að nauðga skipulega öllum dætrum sínum, reyna við tengdadætur sínar og glotta svo þegar hann verður afi barnsins síns? Lenti hann sjálfur í einhverju sem barn eða unglingur?

Ég er alin upp af feðraveldinu og stend mig stundum að því að vorkenna gerendum. Að sumu leyti er ósköp göfugt að vorkenna þeim sem eru svo skemmdir af einhverra völdum að þeir skemma sjálfir annað fólk, en það má ekki brjótast út í meðvirkni.

Helvítis fokking fokk.

Ég veit varla hvort ég ætti að mæla með þessari bók. Við vitum að sumt fólk er rotið en í stað þess að lesa bara og býsnast ættum við frekar að hamast við að uppræta siðleysið og hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa til siðbótar.

Ég er svo fjúkandi reið yfir að siðlausir narsissistar komist upp með allt sem þeir komast upp með. Eða þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband