Launin þín og launin mín

... ó, þá fögru steina - svo ég grípi til kveðskapar Skáld-Rósu. 

Ég er nautnalítil, eins og bróðir minn segir að amma hafi sagt um sjálfa sig, þótt ég kjósi nú ekki að borða ruðurnar eins og hún gerði um leið og hún bauð gestum upp á nýmeti. Hún var fædd 1890.

En ég er sem sagt nægjusöm og mig skortir ekkert, hreint ekkert. Hins vegar skil ég ekki hvernig fólkið í hæstu tekjutíundinni getur talað um að launin þess fylgi ekki einu sinni verðbólgunni þegar engin laun fylgja verðbólgunni nema kannski laun einhverra bankastjóra sem komast upp með að skammta sér alls konar gjöld úr vösum nauðbeygðra kaupenda þjónustu á fákeppnismarkaði.

Ég finn ekki nákvæmlega þá frétt en ég man að einn ráðamaðurinn sagði þetta. Svo held ég að hann hafi étið setninguna ofan í sig en auðvitað grunar mig að hann hafi bara verið að tala upp í almenningsálitið þá og sér þvert um hug. Tveggja milljóna maðurinn vill fá laun frá umbjóðendum sínum til að geta keypt sams konar nautalundir og sams konar Benz og hann gat keypt fyrir raunvirði launanna sinna fyrir fimm árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband