Skatturinn - álagning

Ég er viss um að margir eru í sömu sporum og ég, að hafa fengið óskiljanlegan álagningarseðil frá Skattinum og að hafa fengið rukkun og endurgreiðslu í einhverri mynd nú um mánaðamótin.

Ég er líka viss um að margir eru sammála mér um að starfsfólks Skattsins er greiðvikið ef maður talar við það í síma.

Og sjálf er ég himinlifandi með innkomu Skattsins á Twitter þar sem færslur eru í sjálfu sér fræðandi og stundum meinfyndnar.

En flækjustigið er það ekki.

23. og 26. maí fékk ég fyrirvaralausar rukkanir frá Skattinum sem hétu í báðum tilfellum eftirstöðvar, innheimta, annars vegar upp á 115.000 og hins vegar 45.000 kr. (námundað). Í gær fékk ég svo lægri upphæðina lagða inn hjá mér sem staðgreiðslu, tryggingagjald. Fyrr í maí hafði ég fengið bréfpóst frá Skattinum um að ég ætti ónýttan persónufrádrátt frá 2021 sem myndi nýtast mér á þessu skattári.

2020 og 2021 taldi ég sjálf fram og greinilega svona illa en núna í febrúar fékk ég mér endurskoðanda sem gerði allt skv. bókinni. Samt eru allar upplýsingar frá Skattinum í skötulíki og rukkanir og endurgreiðslur óskiljanlegar venjulegum skattgreiðendum.

Ég er nefnilega viss um að ég er ekki ein um að sitja hér með spurningarmerki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband