4-10% skerðing eftir skylduáskrift í áratugi

Fyrirhugaðar skerðingar á greiðslum úr lífeyrissjóði hljóta að jafngilda fyrirvaralausum launalækkunum. 

Mannkynið er að eldast eins og hefur verið fyrirséð með betri meðferð á fólki heilt yfir. Reyndar hefur lengst af verið langlífi í minni ætt þannig að ég má alveg búast við að verða 110 ára. Ég er að reyna að ná utan um að greiðslur MÍNAR í lífeyrissjóðina verði rýrari þegar ég hef töku lífeyris. Ég hefði kannski bara sjálf getað ávaxtað féð betur en það er SKYLDA að borga í lífeyrissjóð og tilfinning mín er að starfsmenn lífeyrissjóðanna - sem eru of margir - taki óþarflega mikinn skerf af skylduáskrift okkar.

Ég er frekar brjáluð yfir þessu og fegin að einhver nennir að taka slaginn.

Svo er fólki bannað að vinna hjá hinu opinbera þegar það er orðið sjötugt þótt það hafi bæði vinnuvilja og þrek til þess. Ég skil alveg að sumir vilji hætta á öðrum tímapunkti og veit að sum störf slíta fólki meira en önnur, en ef við verðum að meðaltali 90 ára eftir 20 ár er óþarfi að SKIKKA fólk í frí þegar það vill halda áfram því sem það gerir vel og menntaði sig til að gera.

Þvílík forsjárhyggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband