Hvað er RÚV að pæla?

Ég horfði á fréttina í gærkvöldi um 23 ára gamlan mann sem keypti 44 milljóna króna hús í Sandgerði fyrir bótafé eftir slys. Eins og margir er ég alveg bit á því að svona geti gerst, að hús sé selt fyrir 1/19 af markaðsvirði hússins, en ég spyr líka um ábyrgð fréttamanna. Fréttin var meingölluð en væntanlega verður málinu fylgt eftir af mörgum fjölmiðlum næstu daga og auðvitað dregur útgerðarmaðurinn tilboðið til baka og fjölskyldan fær að búa áfram í húsinu sínu.

1. Hvernig gat maðurinn sem vissi ekki að hann þyrfti að borga fasteignagjöld og rafmagn + hita keypt fasteign 18 ára gamall? Fékk hann ekki faglega aðstoð við það? Hvar var sú aðstoð eftir það?

2. Var enginn annar fullorðinn á heimilinu sem vissi þetta?

3. Var enginn annar fullorðinn á heimilinu sem gat veitt viðtal í fréttinni?

4. Er það satt að sýslumaðurinn og kaupandinn hafi komið saman í bíl að kaupa húsið fyrir slikk?

5. Er stjórnsýslan á svæðinu gegnrotin?

Þessari frétt var ekki ætlað að veita upplýsingar, henni var ætlað að vekja upp tilfinningaóreiðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband