Þræðir Atla Más og Ingvars Þórs

Ég get ekki nógsamlega dásamað það að hafa dottið niður á Þræði Atla Más og Ingvars Þórs í hlaðvarpi RÚV. Fyrst hlustaði ég bara á það sem mér þótti áhugavert en svo áttaði ég mig á að þeir gerðu allt áhugavert af því að þeir eru sjálfir reknir áfram af fróðleiksfýsn. Þeir þræða sig í gegnum ýmislegt í hljóðsafni RÚV, spila það, leggja út af því og bæta svo við sínum eigin viðtölum. Í nýjasta þættinum fjalla þeir um Reyni Pétur sem gekk hringinn í kringum Ísland árið 1985 en svo eru þeir í línulegri dagskrá á sunnudagsmorgnum og á morgun ætla þeir að fjalla um geisladiska- og bókabrennur í Vestmannaeyjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband